Ég rakst á þessa verslun á síðu Residence magazine en ég verð að segja að þetta finnst mér alveg snilldar hugmynd sem ég væri mjög til í að sjá hérna á Íslandi. The Apartment er staðsett í Gautaborg, Svíþjóð en verslunin er svokölluð konspet verslun en þarna er þó búið að taka hugmyndina á næsta stig. Verslunin er hugarfóstur netverslunarinnar stylebymouche.com en þeim fannst vanta stað sem hægt væri að skoða húsbúnað, fatnað og smáhluti sem verslunin selur fyrir þá sem finnst erfitt að panta í gegnum netið. Þau fundu alveg geggjaða íbúð í miðri Gautaborg og innréttuðu eins og lúxusíbúð nema notuðu eingöngu hluti sem eru til í verslun þeirra. Hugmyndin er því sú að þú getir gengið á milli herbergja eftir hverju þú ert að leita að. Þegar verslunin er svo ekki opin er hægt að bóka sig í til dæmis jógatíma eða matreiðslunámskeið í íbúðinni. Svo er einnig  hægt að leigja hana fyrir viðburði en þau sjá þá um að skreyta og raða henni upp eftir þörfum hvers og eins. Finnst ykkur þetta ekki alveg æðislegt? Mér finnst þetta allavega alveg geggjuð hugmynd sem ég væri mjög til í að sjá hérna heima.