Núna þegar skammdegið er skollið á fer maður ósjálfrátt að huga að heimilinu. Hverju maður vill breyta eða bæta en hefur ekki gefið sér tíma í að gera yfir sumartímann. Í mínu tilfelli er ég tvöfalt æst í breytingar og betrumbætingar þar sem ekki bara er veturinn að skella á heldur er hreiðurgerðin aðeins farin að láta sjá sig. Von er á nýjasta fjölskyldumeðliminum um áramótin og því er ég á fullu þessa dagana á meðan ég hef orku að þræða Pintarest og aðrar netsíður að finna sniðugar og einfaldar hugmyndir til að gera heimilið stílhreint og kósy fyrir veturinn.  Það herbergi heimilisins sem þarfnast yfirleitt mest breytinga þegar von er á nýjum einstakling myndi ég segja að ég sé svefnherbergið þar sem þangað inn mun bætast heill hellingur af barnatengdum hlutum og því mjög mikilvægt að restin af því sé með léttu yfirbragði. Í leit minni að hugmyndum fyrir svefnherbergið rakst ég á snilldar grein um hvað væri mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að hanna hið fullkomna svefnherbergi og langar mig að deila henni með ykkur hér. En þarna eru punktar sem mér finnst að allir ættu að hafa í huga þegar verið er að raða upp svefnherberginu.

//

Now when It´s getting darker outside and the winter is getting closer you start unconsciously to think more about your home. Think about what you would want to have different or better and things you didn´t give yourself time to do over the summertime. In my case it´s double that because my “nesting” has also started. We´re expecting the newest member of the house around New Years so right now I´m using the time while I still have energy to browse Pinterest and other web sides for clean and simple ideas to make my home more cozy and nice for the months that are about to come and me being more at home. The room the needs the makeover the most at this house is the bedroom but that is the room that will go through the most changes when the new baby arrives. A lot of stuff comes with a baby so it´s important that the the room is simple and very clean-cut. On my web browsing I stumbled on to a very cool article about what is important to look at when designing a bedroom. I wanted to share a little bit from that article with you guys because I think you can find there pointers that everyone should look at when renovating a bedroom.

 

1. – Gott flæði og náttúrlegir litatónar//Good flow and natural colors – Hafið gott rými í herberginu, ekki fylla það af óþarfa húsgögnum eða hlutum sem þið notið aldrei. Þetta er mikilvægasta herbergi heimilisins og því mikilvægt að þar sé gott flæði og ekki allt yfirfullt af stórum fyriferðamiklum húsgögnum.  Til að búa til betri ró í herberginu er líka mælt með að nota náttúrúlega liti og ekki blanda of mörgum mismunandi sterkum tónum saman. Hafið því frekar sem léttast yfir öllu þegar kemur að litavali fyrir svefnherbergið til að mynda ekki óþarfa spennu. // Make good space in the room and don´t cluster it with unnecessary furnitures or decorative pieces. This is the most important room of the house so it´s very important it has good flow and not full of bulky furniture. To give the room even more calmness it is recommended to use mostly natural colors and not put a lot of different strong colors together. You will want to have the overall look more light and simple than to heavy and busy to make it as calming as possible.

2. Næturmyrkur//Dark nights – Allavega hérna á Íslandi geta sumar nætur orðið ansi bjartar og þá er ansi miklvægt að vera með góðar gardínur til að herbergið verði alveg dökkt yfir nóttina. Gott myrkur í herbergi getur nefnilega haft ansi mikil áhrif á hvernig við hvílumst // At least here in Iceland some nights can be very bright so it´s very important to have good shades in your windows. Good dark room over the night time gives much better sleep.

3. Hafið það persónulegt//Make it personal – Af öllum herbergjum heimilisins þá held ég að ég geti fullyrt að þetta sé það herbergi sem mikilvægast er að sé persónulegt. Setjið fjölskyldumyndirnar, uppáhalds flíkurnar, fallegu minningarnar frá ferðalögunum. Þetta er herbergið sem þið viljið hafa þessa hluti í. // Of all the rooms in the house I think I can say, without a doubt in my mind, that it´s the room that is most important to make personal. Put your favorite family photos, your favorite clothing, memories from your vacations. This is the room you´ll want these items to be in. 

4. Falleg rúmföt//Beautiful beddings – Þið þekkið tilfinninguna þegar þið setjið uppáhalds rúmfötin ykkar á rúmið. Þið njótið þess extra vel að leggjast uppí rúm, slakið fyrir vikið betur á og sofið á endanum betur. Afhverju ekki að hafa alla daga þannig og eiga einungis rúmföt sem ykkur þykir falleg. // You know that feeling when you put your favorite beddings on your bed. You enjoy way more to go to bed, get more relaxed and at the end sleep better. Why not make that your everyday routine and only use a bedding you like and enjoy putting on your bed. 

5. Notagildi//Functionality – Þetta er kannski seinasti punkturinn en ekki spurning þó að hann er sá mikilvægasti. – Ef þið eigið mikið af fötum sjáið þá til þess að herbergið hafi góða snaga til að leggja fötin frá sér. Ef þið lesið áður en þið farið að sofa hafið þá náttborð til að leggja bókina frá ykkur. Hafið fallegan lampa til að búa til góða birtu. Allir þessir hlutir eru mjög mikilvægir til að ykkur líði vel í herberginu og enn og aftur hvílist betur. // This might be the last pointer but by far the most important one. – If you have a lot of clothes make sure you have good hooks or hangers to put them on. If you like reading before you go to sleep have a good night stand to put it on. Have a nice lamp to give the room good lightning. All of these things are very important to make you fell good in your bedroom and again so you get good sleep.

Að lokum skellti ég hér inn nokkrum myndum af fallegum svefnherbergjum til að veita vonandi ykkur og mér sjáfri smá innblástur þegar kemur að hugmyndum fyrir svefnherbergið. // Here in the end of this post I put couple of pictures of beautiful bedrooms that hopeful will give you guys and myself some inspiration and ideas for when doing our own bedroom.