Ég skellti mér til Edmonton, Alberta, Kanada seinustu helgi vegna vinnu sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að þar datt ég inná alveg yndislegan bændamarkað þar sem innfæddir stóðu og seldu heimagerðar vörur og mat af ýmsu tagi. Þarna var margt mjög girnilegt og skemmtilegt en það sem greip þó alla athygli mína var básinn hjá þessum yndislega indíána sem þarna stóð og seldi heimagerðar andafælur. Hann spjallaði heillengi við okkur um andafælur, uppruna þeirra og tilgang. Einnig sagði hann okkur frá ættbálk sínum en sá heitir The Cree Nation en það er með stærri indíána ættbálkunum í Kanada. Eftir langt spjall við þennan yndislega mann um hvernig hann ynni hverja fælu með eingöngu besta hráefni sem fyndist og að hann syngi alltaf ástarsöngva þegar hann gerði þær til að gefa þeim góða orku gat ég ekki annað en keypt eina af honum enda eins og kannski allir vita sem þekkja mig þá elska ég andafælur og hef alltaf dreymt um að geta keypt eina beint af alvöru indíána (native-american). Núna er hún komin uppá vegg við hliðina á hinni og finnst mér ótrúlega gaman að sjá hversu ólíkar þær eru enda eru þær frá alveg sitthvorum ættbálknum. Sú fyrri er frá Colorado í Bandaríkjunum á meðan sú seinni er frá Alberta í Kanada.

//

Last weekend I went to Edmonton, Alberta, Canada for work which isn´t much to talk about except that I bumped into this lovely farmers market where local people where selling homemade food and goods of all kind. You could find all kinds of tasty food and beautiful crafts but what caught all of my attention was this nice Native American which stood there by his booth selling homemade dreamcatchers. He talked for some time to us about his tribe which is called The Creek Nation and also about how he made each dreamcatcher with only the best ingredients he could find and sang love songs while he was making them to give them good energy.  People who know me know that I love dreamcathcer and have always dreamt of getting one straight from a Native American so I ended up taking one home with me. I put it next to my other one in bedroom and I think they look really nice together. I also love how different they are but they’re from two very different tribes, the first one I got in Colorado, USA and the other one from Alberta, Canada.