Mig langaði að kynna ykkur aðeins fyrir Wet Brush burstunum en það þekkja líklega margir þessa klassísku bursta frá þeim en þeir hafa verið mjög vinsælir hjá hárgreiðslu- og smink fólki seinustu ár. Hafa þeir einnig verið mest seldu burstarnir í Bandaríkjum.  Það sem flestir vita þó ekki er að í línunni þeirra leynist líka alveg æðislegur barnabursti. Ég get alveg viðurkennt það að ég hafði ekki hugmynd um hann fyrr en ég heimsótti snillingana í Bpro. Þessi bursti finnst mér algjört æði en svona bursti er akkurat eitthvað sem mig hefur vantað. Barnaburstar eru oft aðeins of mjúkir til að greiða hárið á börnunum en svo eru venjulegir burstar of harðir til að maður vilji greiða ungabörnum með þeim. Hárin í Baby brush burstanum eru gerð úr nylon þræðum þannig þau eru ofboðslega mjúk en þó nógu stíf til að greiða mjúkt í gegnum hárið og nudda hársvörðinn í leiðinni.

Myndirnar sem fylgja með færslunni tók ég fyrir Bpro  af barnaburstanum en myndirnar voru notaðar í auglýsingaefni fyrir burstann. Ein af myndunum leyndist í til dæmis umfjöllun Glamour um burstana. (smellið á nafnið ef þið viljið skoða heimasíðu Bpro fyrir sölustaði burstans.)

Linkinn finnið þið hér –  Glamour.is

Færslan er kostuð en ég var fengin til að mynda auglýsingaefni fyrir The wet brush- baby brush. Ég mun þó aldrei fjalla um hluti nema ég sé í alvöru ánægð með vöruna.