Ég elska að uppgötva ný merki! Það er reyndar komið dálítið síðan ég rak augun í umfjöllun um GUBI en átti alltaf að setja það hingað inn en í hvert skipti sem ég uppgötva falleg merki finnst mér ég verði hreinilega að deila því með öllum. Það vita örugglega ekki margir hvaða merki GUBI er enda eru þeir einungis komnir með eina verslun og er hún staðsett í Kaupmannahöfn. En þrátt fyrir það eru þeir búnir að skapa sér stórt nafn í hönnunarheiminum og það er ekki hönnunarblað eða blogg sem ekki er með húsgagn frá þeim í myndaþátti eða umfjöllun um húsgagn frá þeim. GUBI sérhæfir sig í hönnun og endurgerð húsgagna frá 1920-1970 en þeirra sérstaða er, eins og þeir segja sjálfir frá, að þeir finna gamlar gersemar eða hönnun sem einhverra hluta vegna gekk ekki á sínum tíma og endurgera og breyta til að virki í nútímaheiminum. Ég er sjálf komin með augastað á nokkra hluti sem mig dreymir um að eignast og hver veit nema maður geti leyft sér það í einhverri framtíðar Kaupmannaferðinni. 

//

I love love discovering new design brands! It´s actually been a while since I discovered GUBI but for some reason hadn´t yet put it here on my blog. GUBI is a design brand that is a favorite for many design enthusiasts and you can´t go to a design blog or look through a magazine without seeing one of their furnitures in it. Their signature is discovering old designs from the 20´s – 70´s that for some reasons didn´t work at that time and remake them with their own twist. GUBI still just has one store and it´s located in Copenhagen but something tells me that that will soon change. I already have my eye on couple of things that I would love to own.  

Þessir þrír hlutir frá GUBI eru efst á óskalistanum mínum en vá!! það er svo margt sem ég gæti hugsað mér að eignast einhvern tímann í framtíðinni. Fyrir þau ykkar sem langið að skoða hlutina betur þá er hægt að smella á myndirnar og þær leiða ykkur beint á heimasíðu GUBI. Myndirnar fyrir neðan eru svo nokkrar auglýsingamyndir sem ég fékk að láni á heimasíðu GUBI. 

//

These are my top 3 favorite items from GUBI but oh my there are so many things that I would love to own in near future. For you that are interested you can click on to the pictures and they will redirect you to their website. The pictures here below are public commercial pictures that I borrowed from the official GUBI website.