Hver eru heitustu trendin 2017 samkvæmt Pintarest?

Ég held að flestir hér þekkja netsíðuna Pintarest en margir notfæra sér þá síðu til að leita sér innblásturs þegar til dæmis á að innrétta heimilið. Ég er ein þeirra en ég elska að renna í gegnum síðuna og geyma svo þar þær myndir sem heilla mig og ég get séð fyrir mér að ég geti hugsanlega nýtt sem innblástur fyrir mitt eigið heimili.

Pintarest tók sig til á dögunum og reiknaði út hvaða myndir voru oftast vistaðar og deilt en með þeim útreikningum gátu þeir fundið út hvaða trend fólk virtist heillast mest að. Hluti af ástæðunni að þau tóku sig til var að árlega heldur Pintarest hönnunarverðlaun í Bretlandi útfrá sinni eigin síðu og þeim myndum sem fólk hleður inná síðuna. Þessir útreikningar voru gerðir mjög vandlega og komu þar á meðal tískuhönnuðurinn Michael Williams og innanhúshönnuðurinn Kelly Hoppen komu að tilnefningu verðlauna á hátíðinni og útreikningum á myndunum. Skv. þessu stóðu nokkur trend uppúr.

Krossviður

Áttundi áratugurinn

Húsgögn innblásin af áttunda áratugnum (ég vona að ég sé að segja rétt, ég á til að rugla saman, en ég á við 70´s) Tekkið hefur verið mjög heitt í núna töluverðan tíma og virðist ekkert vera að dala. Núna eru þó fleiri viðartegundir einnig að blandast með en þessi áttunda áratugs stíll í formi og hönnun virðist ekkert vera að detta út og verða bara sterkari ef eitthvað.

Einfaldur lífstíll

Á ensku kallast þetta “minimalism” en þessa dagana gengur allt út á að einfalda sér lífið, hvort sem átt er við heimili eða lífstíl. Minamílískur lífstíll gengur út á að einfalda allt umhverfi sitt og ekki fylla allar hillur, skápa og borð af óþarfa dóti og með því er auðveldara að halda ró í bæði huga og hjarta.

Veggfóður

Ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að veggfóður hafi verið mjög heit uppá síðkastið en samkvæmt Pintarest eru það veggfóður með vatnslitamynstri sem eru oftast geymd eða pinnuð hjá þeim. Ég held þó að hérna á Íslandi hafi plöntumynstrin verið sterkari. Hvað finnst ykkur?

Grænn

Grænar plöntur, grænir sófar, grænir veggir. Plöntur hafa verið geysivinsælar seinustu ár og út frá því trendi held ég að þessi græna sveifla sé að koma inn. Dökkgrænn hefur verið sérstaklega áberandi í til dæmis litavali á veggjum og sófum. Ég persónulega er að elska þetta trend en flöskugrænn hefur alltaf verið mikið í uppáhald hjá mér. 

Að lokum spáðu þeir fyrir hvað muni taka við síðar á árinu sem sterkustu trendin en það eru tvö trend sem við erum nú þegar farin að spotta (afsakið enskusletturnar hjá mér) á íslenskum heimilum en það er liturinn “Millenium pink” sem er mildur bleikur tónn og svo “dark interiors” eða dökk heimili. En þetta tvennt var mjög áberandi á bæði Stockolm fashion week og í Mílanó

Gaman verður að sjá hvort þeir verða sannspáir.

Ef þið hafið svo áhuga á að fylgja mér á Pintarest getið þið smellt á myndina hér fyrir neðan og hún vísar ykkur beint á mína síðu.