Eins og hefur reyndar komið fram áður finnst mér mjög gaman að spá í trendum, hvað er að koma nýtt inn, hvað er heitast hverju sinni, hvað virðist halda áfram þótt spáð hafi verið um annað og hvað er að detta út. Út frá því hef ég ákveðið að setja inn hér reglulega smá umfjallanir um trend. Trendið sem mig langar að tala um núna er pappapokar. Það er  nú þó nokkuð síðan sú tíska að nota pappapoka sem hirslur eða geymslur kom fyrst á sjónarsviðið en í dag virðist hún þó vera mun áberandi en hún var og er hægt að sjá þá í öllum helstu tímaritum og bloggum. Ég sjálf á nú þegar 2 poka sem eru mjög ólíkir, annar er meira punt á meðan hinn nýtist sem hin besta bangsa/dúkku geymsla í barnaherberginu. Um leið og ég ætla að sýna ykkur nokkrar skemmtilegar innblástursmyndir af hvernig hægt er að framkvæma þetta skemmtilega trend ætla ég að segja ykkur frá mínum uppáhalds pokum og hvar þeir fást. 

//

Like I have talked about in earlier posts I love looking at and thinking about trends, what´s new, what´s hot at the moment, what´s still a trend though magazines think otherwise and what´s out. From my constant thoughts about trends I´ve decided to put here on my blog little bit about trends every now and then. The trend I´m gonna start with is paper-bags. Paper-bags have been a trend for some time now but it looks like they are at it´s high peak at the moment. You can see paper bags on every blog and magazine you go through. I already have 2 paper-bags that are very different in both use and look. One is more as a decor in my living room while the other one is used as a storage for dolls/teddies in the kids room. As I´ll show you couple of inspirational pictures of fun ideas on how to adopt this trend to your home, I´m also gonna tell you little about my favorite ones and where you can get them here in Iceland.

Le Sac en papier/ The paper bag – Ætli þessi poki hafi ekki verið einn sá fyrsti eða að minnsta kosti er hann sá fyrsti sem ég kynntist. Þessi er alltaf í mjög miklu uppáhaldi hjá mér en ég á einmitt einn svona poka sem hefur einungis fengið að vera notaður sem punt í stofunni minni.// This one might be the first one that started as a trend, at least it is the first one I got to know. It´s defiantly my favorite one but I already have one that is standing in my living room as a decor and not really in use. 

Le sac en papier fæst bæði í Hrím Hönnunarhús (Kringlunni, laugavegi og netverslun) og hjá www.reykjavikbutik.is (netverslun)

Uashmama – Þessum féll ég líka fyrir mjög snemma en þá hef ég séð á hinum ýmsu bloggum þar sem þeir eru notaðir undir plöntur en það finnst mér ótrúlega skemmtilegt og hefur lengi langað að fá mér svona poka einmitt til þess. Þeir eru mjög stílhreinir og með engu prenti á en í staðin fást þeir í nokkrum litum og stærðum // This one is also a early favorite but I´ve seen them on many blogs where people are using them under plants, both big and small. They are quite minimalist, with no print on them but instead you can get them in different colors. I love that look and have been wanting to get one for some time now. 

Uashmama pokana hef ég einungis séð hjá www.mixmixreykjavik.com (netverslun)

Tellkiddo – Tellkiddo er mjög ungt fyrirtæki en hefur nú þegar náð miklum vinsældum. Þau eru með ofboðslega skemmtilega pappapoka sem eru algjört æði í barnaherbergið sem hirsla fyrir hinu ýmsu smáhluti sem leynast í barnaherberginu. // Tellkiddo is a young company that has not been known for long but already is a favorite of many. They have very fun paper-bags that are perfect for the kids room as a storage for all the small toys you can find in there. 

Tellkiddo vörurnar fást í fallegu barnbúðinni www.petit.is ( Verslun Grímsbæ og netverslun)

Stín ARTMér finnst alltaf mjög skemmtilegt þegar íslendingar koma með sniðugar vörur á markaði. Hérna er ung hæfileikaríka stelpu að nafni Erna Kristín með sína eigin hönnun á þessu skemmtilega trendi. Kíkið endilega á hana. // I´m always a fan of it when icelandic people come with fun designs. Here we have a young talented girl named Erna Kristín with her own make of this fun trend. Go check her out.

Stín ART selur sínar vörur í gegnum facebook síðu Stín ART

Hérna koma svo nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir ykkur til að fá vonandi hugmyndir fyrir ykkar eigin heimili // And here at the end I´m putting couple of inspirational photos that hopefully will help you find out how this trend could work at your own house.