Ég sat í gærkvöldi uppí sófa, leit í kringum mig og áttaði mig á því að ég væri ómeðvitað búin að fylla heimilið mitt af “typography” listaverkum eða plakötum (Því miður veit ég ekki íslenska orðið fyrir “typography” þannig ég verð að byrja þessa færslu á því að sletta í ensku en skársta útskýringin sem ég fann er…listaverk sem vinna með stafi, orð eða setningar). Typography listaverk og plaköt hafa verið mjög vinsæl uppá síðkastið og virðist það æði ekkert fara dalandi. Öll blogg sem ég skoða eða blöð sem ég fletti í gegnum eru með myndum af heimilum þar sem svona verk eru á veggjunum. Mér finnst svona verk rosa flott og skemmtileg enda eru þau yfirleitt mjög stílhrein sem gerir það að verkum að flott er að setja nokkur saman og svo eru þau oftast persónuleg því oftar en ekki velur heimilsfólkið verk með upphafsstöfunum sínum eða með einhverjum tilvísunum á, sem passa við anda heimilisins. Ég smellti af nokkrum myndum hérna heima til að sýna ykkur mín verk en setti svo einnig nokkrar myndir hingað inn af flottum heimilum með typography verkum sem ég gæti alveg hugsað mér að væru mitt eigið heimili.

//

Last night I sat in my living room, looked around and realized I had subconsciously filled my house with typography art or posters. Typography art has been very popular the last year and it looks like that there will be no difference this year. Every blog that I read and magazine I look through has a picture of a home with typography art in some form on the walls. I really like these kind of art because mostly they are very clean cut but also because people tend to pick them with the households in mind, for example the first letters in their names or with a quote that suits them best. I took couple of pictures at my house but I´m also putting pictures in this post of homes which I like and would love to be mine.