Alveg síðan ég fór að spá í hönnun hefur mig dreymt um að eiga hið klassíska globe ljós eftir Vernor Panton. Þetta fallega ljós var hannað af Panton 1969 en er enn í dag alveg jafn vinsælt og orðið klassík enda er það algjört listaverk að mínu mati. Það hefur verið fáanlegt í alveg hvítu, silfruðu eða með rauðum og bláum lit í en nú voru þeir að koma með nýja útgáfu af ljósinu sem mér finnst aveg tryllt. Nýja útgáfan er öll úr messing eða gyllt. Ég veit reyndar ekki hvort maður fengi fyrr leið á ljósinu í þessu gyllta lit en í augnablikinu finnst mér það allavega æði, eruð þið ekki sammála mér?

//

I´ve always been a big fan of Vernor Panton and his designs. One of my favorite designs of his is the globe light but I´ve wanted one of his lights for many years. It was designed in 1969 and normally comes in either white or silver and with blue and red but now the Panton team has come with a new look for it. The new color is messing. I´m not sure if you´ll get bored with it being in messing but at the moment I absolutely love it! What do you guys think?

Hérna fyrir neðan getið þið svo séð nokkrar myndir af þeim útgáfum sem til eru í augnablikinu. Ljósið er til sölu í Epal hérna heima.