Ég ætla að byrja á því að afsaka hversu langt er síðan ég póstaði síðast en ég tók mér smá sumarfrí frá blogginu. Núna er ég þó komin tilbaka, endurnærð og yfirfull af hugmyndum og skemmtilegum hlutum til að fjalla um sem ég vona að þið eigið eftir að kunna að meta jafnvel og ég.

Eitt af því sem ég gerði í bloggfríinu mínu var að skella mér í hið fullkomna sumarbrúðkaup. Brúðkaupið var hjá yndislegu mágkonu minni Hjördísi og manninum hennar Russell og héldu þau það í fallegri sveit út á Vancouver Island í Kanada. Þau eru bæði mikið smekkfólk þannig það var alltaf vitað að þetta yrði fallegt en vá, ég varð gjörsamlega orðlaus þegar ég mætti á staðinn. Ég verð hreinlega að fá að deila nokkrum myndum með ykkur sem ég tók á staðnum og ég held að þegar þið eruð búin að skoða þær skiljið þið hvað ég á við. Einnig henti ég inn nokkrum brúðkaups-innblástursmyndum af Pintarest  sem heilla mig og geta líka vonandi gefið ykkur sem eruð í brúðkaupshugleiðingum smá innblástur. 

//

I´m gonna start by apologizing how long it has been since I posted last here on my blog. I took myself a little summer vacation from the blog, but now I´m back, refreshed and full of ideas and fun things to blog about which I hope you´ll like as much I do.

One of the things I did in my time off was to go to the perfect summer wedding. The bride and groom where my lovely sister in law, Hjordis and her husband Russell and they had their wedding in this beautiful countryside at Vancouver Island, Canada. I already knew this would be something amazing but, oh my, when I got there I ran out of words, It was perfect! I just had to post couple of photos from their wedding day and when you see them I think you´ll understand what I´m talking about. I´m also putting in this post couple of wedding inspirational photos that I got from Pintarest which inspire me and I hope will inspire you as well.